Ódýrari skoðun
17 janúar, 2009 by bg
Krúserar vilja hafa bílana sína í lagi.
Árlegur skoðunardagur bifreiða, fyrir meðlimi hefur verið haldinn að vori til í húsakynnum Aðalskoðunar í Hafnarfirði þar sem meðlimum býðst að fara með bíla sína í gegn um skoðun á MJÖG góðu verði og hefur það ávallt verið vel sótt.
-
Á skoðunardeginum eru eingöngu skoðaðir fornbílar (25 ára og eldri) og fyrir þá greiðum við 2900 Kr
-
Meðlimir Krúser fá afsláttarmiða fyrir skoðun á einum heimilisbíl með 50 % afslætti
-
Meðlimir Krúserklúbbins eru með fastan 20 % afslátt af skoðunum hjá Aðalskoðun
Afsláttarmiðinn sem veitir 50% afslátt og 20% afslátturinn gilda í heilt ár, þannig að menn mæta bara með bílana sína á réttum tíma í skoðun. Í öllum tilfellum þarf að framvísa gildu félagsskírteini.
Skildu eftir ummæli
Þú verður að vera skráð(ur) inn til að geta sent inn ummæli.