Ódýrt eldsneyti og afslættir
17 janúar, 2009 by bg
N1 gefur Krúser félögum veglegan afslátt af eldsneyti hvort sem þeir eru með N1 viðskiptakort eða greiðslulykil. Auk þess sem þeim bjóðast ýmis tilboð og afsláttur hjá N1, fylgist með tilboðunum á www.n1.is.
Takið eftir að Krúser kortið veitir ekki afslátt hjá N1, aðeins viðskiptakort eða greiðslulykill. Sótt er um viðskiptakort fyrir alla nýja Krúser félaga.
Þegar greitt er í vara og aukahlutaverslunum N1 þarf að framvísa viðskiptakorti eða greiðslulykli N1 til að fá Krúser afsláttinn 🙂 en hann er 7-30% eftir vöruflokkum.
Varðandi eldsneytisafsláttinn þá erum að fá Kr. xx,50 af listaverði (eða x,50 af sjálfsafgreiðsluverði skrifum xx svo enginn verði öfundsjúkur ) + 2Kr í formi safnkortspunkta = xx,50 af lítranum. Safnkortspunktana er t.d. hægt að nota til að kaupa bensín, bara stinga kortinu í bensíndæluna.
Verðið á dælunni lækkar einfaldlega þegar hún áttar sig á að þarna er Krúser félagi á ferð :). Á „mínum síðum“ hjá N1 kemur fram yfirlit yfir viðskiptin og þar er líka hægt að sjá stöðu safnkortspunkta.
Krúser félagar greiða ekkert aukalega þó þeir nýti sér fulla þjónustu á bensínstöðvunum, þeir greiða sama verð fyrir dropann dýrmæta hvort sem þeir kjósa að dæla sjálfir eður ei.
Fyrir þá sem vilja vera sérstaklega tæknilegir er hægt að ná í N1 appið fyrir snjallsíma, með því er hægt að kaupa eldsneyti, skoða yfirlit yfir viðskipti og margt fleira.
Þú verður að vera skráð(ur) inn til að geta sent inn ummæli.