Skoðunardagurinn verður: 15. maí ( n.k.miðvikudag)
14 maí, 2013 eftir ek
Jæja, þá hefur „skoðunardagurinn“ verið ákveðinn. Á morgun, miðvikudaginn 15. maí 2013. Skoðunin hefst kl 17.00. Gott er að koma tímanlega, en þó ekki fyrr en kl. 17.00 Skoðunarstaður er eins og undanfarin ár hjá Aðalskoðun Helluhrauni í Hafnarfirði. 🙂
Einungis verða skoðaðir fornbílar sem eru með 2013 skoðunarmiða. Skoðunargjaldið í ár er 2300.-
Þegar skoðuninni er lokið verður kveikt upp í grillinu, og Krúser-borgarar grillaðir í stórum stíl.
Að sjálfsögðu verður Krúser-bandið með í för og leikur við hvurn sinn fingur. Ath. Sýna þarf gilt Krúserskírteini (2013 miði). Ef einhverjir eiga eftir að greiða árgjaldið, er hægt að gera það á staðnum, áður en farið er í skoðun.
🙂 Krúser – BARA GAMAN 🙂