Cadillac áhugamenn á Íslandi sameinist
31 maí, 2009 eftir bg
Íslenski Cadillac Klúbburinn ætlar að hittast hjá Krúser að Bíldshöfða 18, miðvikudagskvöldið 3. júni mæting kl 20.00.
Á dagskránni verður skráning á nýjum félögum og spjall um framtíð klúbbsins, takmarkið er að sameina áhugamenn og eigendur Cadillac bifreiða, árgerðir og ástand bíla eða hvort menn eiga bíl skiptir ekki máli.
Félagar Cadillac klúbbsins verða sjálfkrafa Krúser félagar og njóta sömu afsláttarkjara og aðrir Krúserar.
Að sjálfstöðu verður tekinn rúntur á eftir.
Íslenski Cadillac Klúbburinn var stofnaður 12. desember árið 2005. Hann er hluti af CLC eða Cadillac LaSalle Club í Ameríku og er með deildir um allan heim.
Kynnið ykkur sögu Cadillac: