Límmiðar og Krúserkort
13 maí, 2009 eftir bg
Krúserar sem búnir eru að borga félagsgjöldin eiga nú að vera komnir með límmiða á Krúserkortið merktan 2009. Ef einhver sem búinn er að borga hefur ekki fengið miðann er hann beðinn að láta okkur vita með því að senda póst á kruser@kruser.is sem fyrst eða kíkja við á Bíldshöfðanum næstu fimmtudagskvöld.
Svo minnum við þá sem eiga eftir að borga að drífa í því núna um mánaðarmótin svo þeir missi nú ekki afsláttarkjörin sín. Allt um félagsgjöldin hér.
Til að fyrirbyggja misskilning ítrekum við að afsláttur í vara- og aukahlutaverslunum N1 er tengdur kennitölu hvers Krúser meðlims, munið að nefna kennitöluna ykkar við kassann. Hinsvegar eru það viðskiptakortin eða greiðslulykillinn sem virka best á bensínstöðvunum. Allt um kortin á vef N1.
Varðandi eldsneytisafsláttinn þá erum að fá Kr. xx,50 af listaverði (eða x,50 af sjálfsafgreiðsluverði skrifum xx svo enginn verði öfundsjúkur ) + 2Kr í formi safnkortspunkta = xx,50 af lítranum. Safnkortspunktana er t.d. hægt að nota til að kaupa bensín, bara stinga kortinu í bensíndæluna.
Þeir sem nota greiðslulykil sjá afsláttinn strax, en þeir sem eru með viðskiptakort sjá afsláttinn á mánaðarreikningum. Á „mínum síðum“ hjá N1 kemur fram yfirlit yfir viðskiptin og þar er líka hægt að sjá stöðu safnkortspunkta.
Nýtið afsláttarkjörin í botn.
Svo er fimmtudagur á morgun og þá hittumst við á Bíldshöfðanum kl. 20 eins og öll fimmtudagskvöld.