Upphitun fyrir blúshátíð
28 mars, 2012 eftir bg
Næsta fimmtudagskvöld (29. Mars) verður hitað upp fyrir setningu Blúshátíðar, sem verður sett laugardaginn 31.mars nk.
Við munum sýna á tjaldinu upptökur frá fyrri árum af þessari uppákomu.
Síðan mun blús-goðið Halldór Bragason sjá um að matreiða lifandi tóna niður í bensínfætur félagsmanna.
Eins og undanfarin ár tökum við þátt í þessari skemmtun, með því að krúsa í miðbæ Reykjavíkur þennan laugardag.
Veðurútlit er gott fyrir helgina, (aldrei þessu vant: þuuuurrrrrrt).
Þeir sem hugsa sér að taka þátt í þessari keyrslu um helgina þurfa að skrá sig í Krúserhöllinni þetta kvöld.
Miðvikudagskvöldið 4. Apríl er þeim Krúserum sem tóku þátt í helgar keyrslunni boðið á tónleika á Nordica.
Þá mæta allir í Blús-brothers gallanum.
Nánar á Höfðabakkanum.