Skoðunardagurinn er á morgun
5 maí, 2009 eftir bg
Veðurguðirnir virðast ætla að verða okkur hliðhollir á morgun og því verður skoðunardagurinn á morgun miðvikudaginn 6. maí 2009.
Skoðunartími verður frá kl 17 og fram undir kl 21 en gott er að mæta snemma.
Skoðað er á sama stað og undanfarin ár hjá Aðalskoðun við Helluhraun í Hafnarfirði.
Verðið á skoðun bílaflota Krúser-meðlima er eftirfarandi:
Tilboð fyrir okkur á sérstökum skoðunardegi:
- Verð fyrir skoðun á fornbíl (25 ára og eldri) kr. 1500.-
- Verð fyrir skoðun á öðrum bílum Krúser-meðlima á skoðunardegi er Kr. 4595.- ( 50% afsl frá skoðunargjaldi.)
Verð fyrir skoðun alla aðra daga ársins fyrir Krúser-meðlimi kr. 6268.- ( 25% afsl af skoðunargjaldi.)
Grillið verður á fullu og á matseðlinum gómsætir Krúserborgarar.
Minnum einnig á félagsgjöldin, þeir sem ekki borga um næstu mánaðarmót teljast vera hættir í klúbbnum og missa þar með afsláttarkjör sem Krúser félögum bjóðast.
Ef einhverjir vilja borga á staðnum, vantar miða eða eru ekki vissir hvort þeir eru búnir að borga reynum við að bjarga því.