N1 kynnir afsláttarkjörin
29 janúar, 2012 eftir bg
Fimmtudaginn 2. febrúar 2012 mun Petra Jónsdóttir frá N1 mæta á Krúserkvöld og fara yfir afsláttarkjörin og notkun N1 kortsins. Hún mun svo verða til viðtals og leysa úr málum einstakra félagsmanna eftir þörfum.
Krúser félagar njóta veglegra afsláttarkjara hjá N1. Þeir félagar, sem ekki eru að nýta kortið sitt til að fá afslátt eru að tapa peningum, flóknara er það nú ekki. Mikilvægt er að sem flestir mæti, sérstaklega þeir, sem ekki eru að nýta N1 kortið sitt.
Að venju opnar húsið kl. 20, mætið tímanlega.
Glöggir félagsmenn hafa örugglega rekið augun í að innheimta félagsgjalda 2012 er hafin, greiðsluseðlarnir eru komnir í póst og bárust þar að auki í strax í heimabanka. Menn ráða sjálfir hvort þeir borga í heimabankanum, eða eyða 500 kall í bensín og borga greiðsluseðilinn í næsta banka.
Félagsgjöldin eru jafn fáránlega lág og undanfarin ár 2500 krónur á ári.
Aðeins eru sendir gíróseðlar til þeirra félagsmanna, sem greiddu félagsgjöld á síðasta ári.
Þeir sem gengu í Krúser síðustu tvo mánuði ársins 2011 fá 2012 án endurgjalds.
Ef einhver er farinn að sjá eftir að hafa ekki borgað félagsgjöldin í fyrra þá má sá hinn sami senda okkur línu með kennitölunni sinni á kruser@kruser.is og við sendum gíróseðil fyrir árið 2012 um hæl.
—
Krúser – bara gaman