Fimmtudagur og Krúserkvöld
28 september, 2011 eftir bg
Á morgun fimmtudag er Krúserkvöld eins og alltaf á fimmtudögum, húsið opnar kl. 20 og allir bílaáhugamenn eru velkomnir. Það er útlit fyrir rigningu, þannig að við höngum líklega bara inni og ræðum málin.
Krúserhópurinn á flickr var stofnaður 24. september 2009 og er því ný orðinn tveggja ára. Myndasafnið stækkar stöðugt og þar eru nú rétt tæplega 4000 hágæða ljósmyndir frá viðburðum á vegum Krúser. Í dag eru tuttugu og tveir ljósmyndarar meðlimir í hópnum. Meðal þeirra sem hvað duglegastir eru við myndasmíðina eru bræðurnir B&B Kristinsson. Auk þess að taka frábærar myndir, þá eru bræðurnir duglegri en flestir aðrir við að merkja og skrá myndirnar til dæmis eftir bíltegundum og við myndvinnslu þeirra.
Hér er hellingur af myndum frá B&B Kristinsson:
Krúser – bara gaman