Krúserkvöld á fimmtudaginn
6 september, 2011 eftir bg
Núna á fimmtudaginn er Kúserkvöld á Höfðabakka 9 eins og öll fimmtudagskvöld húsið opnar kl. 20. allir bílaáhugamenn velkomnir.
Amerískum dögum sem áttu að verða um helgina hefur verið frestað um viku. Við verðum í startholunum og setjum upp bílasýningu þarnæsta laugardag ef veður leyfir.
Bílasýningin á Ljósanótt heppnaðist frábærlega gaman að sjá svona fjölbreytta flóru farartækja frá mörgum klúbbum samankomna á einum stað.
Af gefnu tilefni viljum við benda mönnum á að hópakstur er ekki rétti vettvangurinn til að vera með einhverja akstursstæla eða spól. Slík áhættuhegðun í fólksfjölda er ekki ásættanleg og samræmist ekki stefnu og markmiðum Krúser. Við gömlu kallarnir sáum þetta allt í gamla daga 🙂 menn skemma bíla, brjóta drifsköft, skiptingar og vélar og það er bara ekkert töff við það.
Hinsvegar er kannski tækifæri fyrir spóláhugamenn að skipuleggja burnout keppni á næstu Ljósanótt, það er ábyggilega ekkert því til fyrirstöðu ef rétt er staðið að skipulagningu.
Það er hellingur af myndum hér af nýlegum viðburðum
Nýtt myndband með Krúserbandinu:
—
Krúser – bara gaman