Þessu má enginn missa af
7 apríl, 2009 eftir bg
Ekki átti ég von á að fara að skrifa tónlistargagnrýni á þennan vef, en get ekki orða bundist. Í kvöld fengum við nokkrir Krúserar lánaðan blúsbrothers bílinn með manni og mús og skelltum okkur á Hotel Nordica. Og þvílík stemning, það var fullt hús og tónlistarmennirnir algjörir snillingar tónlistin og flutningur hennar á heimsmælikvarða. Auk fjölmargra frábærra íslenskra tónlistarmanna mættu á sviðið Deitra Farr, Willie „Big Eyes“ Smith og goðsögnin sjálf Pinetop Perkins.
Ég hvet alla til að ná sér í miða og skella sér, dagskráin er á blues.is
Þeir Krúserar sem skráðu sig á lista fyrir blúsrúntinn eiga möguleika á að lenda á gestalista tónleikanna á fimmtudaginn að því gefnu að þeir mæti í bluesbrothers gallanum og svo tökum við nokkra bíla með. Við munum hafa samband við þá heppnu á morgun.