Takk fyrir Krúserkvöldið
26 ágúst, 2011 eftir bg
Nokkur þúsund manns kíktu á krúserkvöldið hjá N1 í kvöld og það var sko BARA gaman. Krúserbandið skemmti bílasýningargestum og viðskiptavinum, sem gerðu kjarakaup í versluninni og svo tókum við að sjálfsögðu rúnt um bæinn á eftir.
Við þökkum öllum sem létu sjá sig, N1 og starfsfólki þess, Krúserbandinu, Tomma í Hamborgarabúllunni og hans fólki, öllum öðrum, sem áttu þátt í að gera kvöldið skemmtilegt og að sjálfsögðu Krúser félögum, sem mættu með bílana sína.
Þökkum N1 sérstaklega fyrir að lina þjáningar skattpíndra bíleigenda í dag með því að lækka bensínlítrann um 13 krónur. Hvernig væri nú að ríkisstjórnin toppaði þetta?
Myndir frá kvöldinu eru nú að streyma inn á Krúser hópinn á flickr http://www.flickr.com/groups/kruser/ njótið…
Hér eru nokkrar
Krúser – bara gaman