Krús og Blús
2 apríl, 2009 eftir bg
Við minnum á félagsgjöldin, núna er ágætis tími til að ganga frá því máli ef menn eru þá ekki búnir að því.
Félagsgjaldið er fljótt að skila sér til baka í formi afsláttar, ég náði til dæmis mínum 2000 kalli og rúmlega það til baka með því að fylla Cherokeeinn tvisvar. Það kostar einhvern 400 kall að láta bankana innheimta gjöldin, eru þeir ekki búnir að fá nóg hjá okkur? Allt um hvernig best er að borga félagsgjöldin.
Núna eru allir Krúserar komnir með afslátt á sína kennitölu hjá N1 og ekki þarf að sýna krúserkortið lengur í verslun N1 bara muna að segja kennitöluna. Núna geta líka allir Krúserar fengið staðgreiðslulykil hjá N1, líka þeir sem hafa lent á „svörtum lista“ af einhverjum ástæðum, sendið póst á kruser@kruser.is til að fá leiðbeiningar um hvernig á að sækja um slíkan lykil.
Svo er blúsrúnturinn og bílasýning á laugardaginn og í dag fimmtudag komum við okkur í rétta Bluesbrothers gírinn með upphitun og generalprufu .