Allt að gerast hjá Krúser
17 mars, 2009 eftir bg
Við þökkum þeim félögum sem þegar eru búnir eru að greiða félagsgjaldið og hvetjum um leið hina til að borga sem fyrst.
Félagsgjaldið er aðeins 2000 krónur, sem eru fljótar að koma til baka ef menn nýta sér afsláttarkjörin, en þau eru að sjálfsögðu aðeins fyrir félaga í Krúser.
Einfaldast og þægilegast er að greiða félagsgjaldið með því að millifæra á reikning félagsins í heimabanka eða næsta banka eða sparisjóði:
Reikningsnúmer: 0528-14-604342 í Íslandsbanka
Kennitala: 570306-0490
Ef sá sem greiðir er ekki félagsmaður eða ef greitt er fyrir fleiri en einn er nauðsynlegt að skrá í skýringu nafn félagsmanns sem verið er að greiða fyrir og senda kvittun á kruser@kruser.is.
Þeir sem það vilja frekar geta komið á Bíldshöfðann á fimmtudögum og greitt þar.
Við munum ekki senda gíróseðla fyrr en í apríl, gíróseðlarnir eru dýrir þannig að það verður 3-400 krónum dýrara að greiða með þeim hætti.
Helstu afsláttarkjör:
- Bestu kjör á eldsneyti hjá N1
- Veglegan afslátt á varahlutum, rekstrarvörum og fleiru hjá N1
- Kostakjör á tryggingum frá VÍS
- Ódýrari Bifreiðaskoðun hjá Aðalskoðun ehf.
Auk þess fá Krúserar afslátt af ýmissi vöru og þjónustu hjá mörgum öðrum fyrirtækjum.
Það er mikið að gerast hjá okkur á næstunni.
Fyrsti rúntur „sumarsins“ verður 4. apríl, skráning og nánari upplýsingar hér.
Við erum nýlega búnir að semja um aðstöðu til viðgerða hjá N1, tilvalið að nýta hana ef kíkja þarf á bílinn fyrir skoðun.
Skoðunardagur verður í lok apríl eða byrjun maí.
Skipulagning á bílasýningu ársins er hafin.
Eru tryggingarnar háar? munið eftir Krúser afslættinum hjá VÍS.
Og að sjálfsögðu hittumst við á Bíldshöfðanum öll fimmtudagskvöld kl 20. Í þetta sinn ætlar Siggi Lár Daytona fararstjóri að kíkja í heimsókn, sýna okkur Daytona 2008 diskinn og kynna næstu Daytona ferð. Diskurinn verður einnig til sölu á 2000 kall.
Krúser, bara gaman og ekkert væl 🙂