Bílaklúbburinn Krúser var stofnaður formlega í Mars 2006.
Samkomur eru haldnar öll fimmtudagskvöld í húsakynnum Krúser að Höfðabakka 9 og hefjast kl. 20.00. Ef vel viðrar mæta félagar á glæsivögnum sínum og taka rúnt um bæinn á eftir.
Klúbburinn heldur árlega veglega Bílasýningu sem hefur ávalt verið vel sótt og er sífeld aukning á meðlimum og bílum.
Árlegur skoðunardagur bifreiða, fyrir meðlimi hefur verið haldinn að vori til í húsakynnum Aðalskoðunar í Hafnarfirði þar sem meðlimum býst að fara með bíla sína í gegn um skoðun á MJÖG góðu verði og hefur það ávallt verið vel sótt.
Krúser vinnur náið með og á gott samstarf við N1 og Vátryggingarfélag Íslands, þar sem meðlimum er boðið upp á ódýrara eldsneyti og tryggingar á góðum kjörum.
Markmið klúbbsins er:
- Að viðhalda klassískum bílum og stuðla að varðveislu þeirra.
- Að standa vörð um hagsmuni bíleigenda og efla kynni þeirra á milli.
- Að stuðla að góðakstri innan félagsins og góðri umgengni um bíla og sögu þeirra.
- Að efla samstöðu og kynni milli annarra sambærilegra klúbba.
Formaður:
Hjálmar Hlöðversson 894 3765
Varaformaður:
Garðar Steingrímsson 843 9670
Stjórnarmenn:
Bjarni Thors 896 6506
Einar Kárason 848 8300
Stefán Magnússon 660 2965
Guðfinnur Eiríksson 8919864
Varamenn í stjórn:
Magnús Valur Magnússon
Sigurður Jóhannesson
Endurskoðendur reikninga:
Magnús Steingrímsson
Svavar Magnússon
Varaendurskoðandi:
Hilmar Helgason
Nánari upplýsingar um Bílaklúbbinn Krúser:
Krúser, félag áhugamanna um akstur og bíla
Höfðabakka 9
110 Reykjavík
kt. 570306-0490
kruser@kruser.is
This page has the following sub pages.
Þú verður að vera skráð(ur) inn til að geta sent inn ummæli.