Skoðunardagurinn
18 maí, 2011 eftir bg
Skoðunardagur fyrir fornbíla Krúser félaga var í dag og heppnaðist í alla staði vel. Skoðaðir voru 44 fornbílar, sem er nokkru minna en í fyrra, enda eru fornbílar nú skoðaðir annað hvert ár og skráningarár ræður því hvenær á að skoða þá. Grillið góða var með í för og hurfu 150 hamborgarar ofan í svanga bíleigendur og skoðunarmenn. Krúserbandið mætti og spilaði nokkur lög við fögnuð áhorfenda.
Þökkum öllum sem þátt tóku, starfsfólki Aðalskoðunar, Krúserbandinu, grillmeisturunum og Krúser félögum sem mættu.
Myndir eru farnar að streyma í myndasafnið og búast má við að nýtt myndband af Krúserbandinu birtist á KrúsTube fljótlega.
Á morgun er Krúserkvöld eins og venjulega á nýja staðnum Höfðabakka 9 mæting kl 20, allir bílaáhugamenn velkomnir.
Krúser – Bara gaman