Skoðunardagurinn í næstu viku
11 maí, 2011 eftir bg
Skoðunardagur fornbíla Krúser félaga verður í næstu viku hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði. Krúserbandið mætir á svæðið og við grillum hamborgara fyrir svanga skoðunarmenn og krúsera. Eftir skoðun verður tekinn stór rúntur um bæinn.
Eins og venjulega veljum við besta daginn, þriðjudag, miðvikudag eða fimmtudag með fyrirvara um veður. Skoðun hefst kl 17 og stendur þar til allur flotinn hefur verið skoðaður. Þegar dagurinn hefur verið ákveðinn munum við senda SMS með stuttum fyrirvara.
Að þessu sinni á bara að skoða fornbíla sem eru með 2011 skoðunarmiða ef menn eru ekki vissir um hvenær á að skoða er hægt að fletta bílnúmerinu upp á vef umferðarstofu. Skoðunargjaldið fyrir fornbíl verður 1900 krónur eins og í fyrra. Framvísa þarf Krúser félagsskírteini merktu 2011 til að fá skoðun á þessu verði.
Félagar sem eiga ekki fornbíl þurfa ekki að örvænta því þeir fá afhentan afsláttarmiða sem veitir veglegan afslátt á skoðun einkabílsins. Ef miðanum er framvísað fæst skoðunin á Kr. 4964 í stað 8.680 sem aðrir þurfa að borga. Ef menn eiga marga bíla fæst 20% afsláttur á skoðunargjaldi allra hinna bílanna gegn framvísun Krúser félagsskírteinis.
Krúserfélagar sem ekki hafa greitt félagsgjald 2011 eða hafa ekki fengið sendan miða á kortið geta mætt á Höfðabakkann á fimmtudagskvöldið og gengið frá málinu.
Á fimmtudaginn verður að sjálfsögðu Krúserkvöld eins og venjulega á nýja staðnum Höfðabakka 9 mæting kl 20, allir bílaáhugamenn velkomnir.
Krúser – Bara gaman