Lokatónleikar Blúshátíðar á morgun
20 apríl, 2011 eftir bg
Nokkrar myndir frá tónleikunum:
Krús og blús bræður munu láta sjá sig á Lokatónleikum Blúshátíðar, sem verða fimmtudag 21. apríl, skírdag kl. 20 – Reykjavík Hilton Nordica
Krús bræðurnir sem keyrðu á Laugardaginn mæta í Bluesbrothers gallanum kl. 18:30 á Nordica og fá sér Krúserborgara á veitingastaðnum.
Bíldshöfðinn verður lokaður á morgun, en við flytjum krúserkvöldið í staðinn á Klúbb Blúshátíðar, sem er á Reykjavík Hilton Nordica (gengið inn um aðalinngang) og hefst eftir að stórtónleikum lýkur (fjörið hefst kl. c.a. 22:30) allt getur gerst þar og það er frítt inn. Krúserar látið sjá ykkur þar!!!
Um tónleikana:
Því hefur verið haldið fram að Vasti Jackson sé blúsinn holdi klæddur. Hann er einn hæfileikaríkasti og afkastamesti blúsari sinnar kynslóðar. Hann gjörþekkir rætur blústónlistarinnar, er ótrúlega líflegur á sviði og nær góðum tengslum við áhorfendur. Vasti Jackson er magnaður söngvari og gítarleikari og sem veit hvað áhorfendur vilja. The Blue Ice Band er skipað þeim Halldóri Bragasyni, Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni, Birgi Baldursyni og Davíð Þór Jónssyni.
Stone Stones, ein efnilegasta blússveit landsins, kemur fram þetta sama kvöld.
Krúser – bara gaman