Blúsrúntur á Laugardaginn
12 apríl, 2011 eftir bg
Þökkum Krúserum sem mættu á svæðið fyrir skemmtilegan dag. Hér er umfjöllun um viðburðinn í fréttum stöðvar 2.
Við mætum, stjórnarmenn Krúser á svæðinu verða Björn Guðmundsson sími 697-7660 og Einar Kárason sími 848-8300.
Hvetjum sem flesta Krúser félaga til að láta sjá sig, með eða án blúsvagna. Þessum viðburði ætti enginn að missa af.
Á Laugardaginn verður hinn árlegi Blús og Krús rúntur Krúser. Mæting í bluesbrothers gallanum á Bíldshöfða 18 kl. 12:30 hattar og gleraugu fyrir ökumenn eru á staðnum. Þaðan verður ekið að N1 við Hringbraut þar sem við verðum um kl 13. Síðan munum við taka rúnt um bæinn og enda hann við gömlu verbúðirnar við Suðurbugt Reykjavíkurhafnar Sjá á korti. Við stillum bílunum upp við verbúðirnar og verðum viðstaddir setningu Blúshátíðar um kl 15.
Krúser félagar sem mæta með eðalvaginn sinn fá einn boðsmiða á einhvern af tónleikum Blúshátíðar.
Á fimmtudaginn er að sjálfsögðu Krúserkvöld á Bíldshöfðanum húsið opnar kl. 20, þar munum við kynna viðburðinn betur.
Dagskrá Blúshátíðarinnar er að finna á www.blues.is
Smá upprifjun frá því í fyrra:
—
Krúser – bara gaman