Fornbíll eða ekki fornbíll?
5 febrúar, 2009 eftir bg
Þegar bifreið verður 25 ára verður hún fornbíll og ekki þarf að borga af henni bifreiðagjöld. Notkunarflokkur bílsins breytist hinsvegar ekki sjálfkrafa hjá Umferðarstofu. Við bendum félagsmönnum á að kíkja nú í skráningarskírteinið og athuga hvort notkunarflokkurinn er ekki örugglega Fornbifreið. Ef svo er ekki þarf að fylla út þetta eyðublað, fara með það í Umferðarstofu ásamt 500 kalli sem þeir rukka fyrir viðvikið.
Það er mikilvægt að gera þetta núna vegna þess að annars gætu menn átt á hættu að fá sekt fyrir að mæta of seint í skoðun með fornbíla sem eru ekki skráðir fornbílar og eru með skráningarmerki sem enda á 1,2 eða 3. Einnig þurfa bílarnir að vera skráðir fornbílar til að mega koma í skoðun á 2ja ára fresti.
Annað þarf að benda á að tryggingafélögin eru treg til að tryggja húsbíla og jeppa sem fornbíla.
Þeir sem eru tryggðir hjá VÍS þurfa að hafa samband við VÍS (til dæmis í gegnum vefinn) til að endurvekja Krúser afsláttinn. Til að fá afsláttinn þarf að framvísa kortinu. Ekki er úr vegi að kanna hvort þeir vilja gera eitthvað meira fyrir ykkur í leiðinni.
Þeir sem eiga eftir að sækja Krúser kortið sitt ættu að renna við á Bíldshöfðanum og sækja það. Kortið sem nú er í gildi er merkt 2008. Við munum innheimta félagsgjöldin fljótlega og menn fá miða merktan 2009 þegar þeir eru búnir að borga.
Þið bætið þessu á verkefnalistann og mætið svo á Krúserkvöld sem er í kvöld, enda fimmtudagur. Mæting á Bíldshöfðanum kl. 20, takið með ykkur góða skapið eins og venjulega.