Kæti í kaupstaðnum: Aksturplan Krúser á Laugardaginn, 2. apríl
1 apríl, 2011 eftir bg
Það ætti að hanga þurrt eitthvað fram eftir degi á morgun samkvæmt úrkomuspá veðurstofunnar. Látið endilega sjá ykkur á rúntinum 🙂
Áætlað er að 200 hestar ríði kl. 12:15 skrautreið upp Bankastræti og Laugaveg með Fjallkonu í öndvegi og bílar Krúsera mæti þeim í Lækjargötunni, rétt áður en hrossin beygja upp Bankastrætið.
Mæting á bílastæðinu milli Tollstjóra og Lækjargötu kl. 11:30 þar munum við raða upp bílunum og aka þaðan inn á Lækjargötu, suður í átt að Tjörninni um það leyti sem hestarnir koma úr átt Hljómskálagarðsins. Við munum stöðva eða aka löturhægt á þeim tímapunkti sem hestar og bílar mætast svo hægt sé að taka myndir af hrossum og bílum saman (engar inngjafir flaut eða læti takk meðan við erum nálægt hestunum). Síðan ökum við meðfram tjörninni í átt að hringtorginu upp Njarðargötu á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg bíðum þar til hestarnir eru komnir framhjá gatnamótunum síðan niður Bankastræti þaðan að Ingólfstorgi, kringum það, upp Hverfisgötu að Snorrabraut og svo niður Laugaveg er hestalestin er komin þar framhjá.
Kort af stæðinu við Tollhúsið Innkeyrsla á planið er frá Tryggvagötu (nálægt Bæjarins Bestu) og Lækjargötu (ef komið er yfir ljósin frá Sæbraut/Kalkofnsvegi). Sennilega munum við aka út af planinu á Geirsgötu og þaðan inn á Lækjargötu.
Við hvetjum sem flesta Krúsera til að mæta og á sem allra elstum bílum, en flestir bílar Krúsera eru af árgerðum 1950 – 1970.
Stjórnarmenn Krúser sem verða á svæðinu:
Hjálmar Kristinn Hlöðversson sími 894-3765
Aðalsteinn Ásgeirsson sími 898-8654
Björn Guðmundsson sími 697-7660
Svo er bara að biðja veðurguðina um gott veður.
Þökkum öðrum vegfarendum fyrirfram fyrir tillitssemina, njótið augnabliksins.
—
Krúser – bara gaman
P.S. þetta er EKKI aprílgabb