Miðborgin kallar
29 mars, 2011 eftir bg
Krúserar hafa verið beðnir að taka þátt í Kæti í kaupstaðnum, sem verður í miðborg Reykjavíkur um helgina. Við munum að sjálfsögðu taka þátt (með fyrirvara um færð og veður), enda Krúser félagar orðnir hundleiðir á vetrinum og farið að langa til að liðka glæsivagninn og taka rúnt. Við munum kynna þetta betur á vefnum og eins á Krúserkvöldi á fimmtudaginn.
KÆTI Í KAUPSTAÐNUM er yfirskrift nokkurra samliggjandi viðburða á löngum laugardegi í miðborginni 2.apríl n.k. Þá nálgast Hestadagar í Reykjavík ákveðinn hápunkt er 200 hestar ríða kl. 12:15 skrautreið upp Bankastræti og Laugaveg með Fjallkonu í öndvegi. Harmonikkuleikarar og þjóðlega klætt fólk mun skreyta götur ásamt völdum fornbílum. Kaupmenn og veitingamenn munu gera sitt til að vekja upp glaðar minningar og víða verða sérstök kaupstaðartilboð.
—
Krúser – Bara gaman