Krúserkvöld
23 mars, 2011 eftir bg
Annað kvöld er Krúserkvöld eins og öll fimmtudagskvöld. Mæting á Bíldshöfðanum kl. 20.
Innheimta félagsgjalda er í fullum gangi og gengur vel, eftir næstu mánaðarmót líkur henni og við munum senda félagsmönnum bréf og límmiða á Krúserkortið í pósti. Við minnum félagsmenn, sem hafa flutt, skipt um símanúmer eða netfang nýlega að senda inn leiðréttingu á skráningu í félagaskrá svo þeir fái nú örugglega bréfið.
Um mánaðarmótin fáum við nýja húsnæðið afhent og þurfum aðeins að taka til hendinni þar áður en við flytjum, okkur vantar örugglega sjálfboðaliða þegar þar að kemur. Svo vantar eitthvað af húsgögnum á nýja staðinn til dæmis litla eldhúsinnréttingu, eitthvað af sófum, borðum og bókahillum gefins eða fyrir lítið. Við erum líka á höttunum eftir gamalli tölvu sem má samt ekki vera það gömul að hún eigi heima á þjóðminjasafninu. Kíkið endilega í geymsluna og bílskúrinn og sendið okkur myndir á kruser@kruser.is ef þið eigið eitthvað sem gæti hentað.
—
Pinetop Perkins er látinn 97 ára að aldri einstakur maður, sem fjölmargir Krúser félagar fengu að sjá og heyra á Reykjavik Blues festival 2009.
Meira um Pinetop á blues.is
Krúser – Bara Gaman