Leiðrétting á félagaskrá
25 janúar, 2011 eftir bg
Greiðsluseðlar fyrir félagsgjald 2011 hafa verið sendir og munu berast félagsmönnum á næstu dögum og er gjaldið óbreytt frá fyrra ári. Við biðjum félagsmenn vinsamlega að millifæra EKKI félagsgjaldið greiða heldur greiðsluseðilinn þegar hann berst. Þeir sem hafa greitt nú þegar mega henda seðlinum og við munum afskrá kröfuna úr heimabanka.
Hægt verður að greiða seðlana til 14. apríl 2011, engir dráttarvextir eru reiknaðir og engin seðilgjöld innheimt, þannig að menn hafa bara sína hentisemi hvenær þeir borga.
Krúser félagar sem hafa flutt, skipt um símanúmer eða netfang ættu að senda okkur leiðréttingu. Við munum senda félagsmönnum bréf í vor þegar allir hafa borgað félagsgjöldin og þá er betra að upplýsingarnar séu réttar.
Það er einfalt og fljótlegt að senda okkur leiðréttingu, smellið á: Senda inn leiðréttingu á skráningu í félagaskrá og fyllið út eyðublaðið.
Þeir sem eru búnir að týna Krúser kortinu sínu ættu að senda okkur línu á kruser@kruser.is og biðja um nýtt, því kortinu þarf til dæmis að framvísa á skoðunardaginn og til að fá afslátt hjá VÍS og Aðalskoðun.
Svo er fundur á fimmtudaginn eins og venjulega mæting á Bíldshöfðanum kl 20
Krúser – bara gaman