Næsta fimmtudag sýnum við heimildarmyndina Krús-blús sem Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður hefur gert. Myndin fjallar um krúsara og blúsara og það einstaka samstarf sem hefur verið á milli þessara tveggja áhugamannafélaga í tengslum við Blúshátíð í Reykjavík undanfarin tvö ár. Myndin er ekki löng, um 30 mínútur, en við hvetjum Krúsera til að láta sjá sig og skoða afraksturinn.
Fyrir þá sem ekki vita eru Blúsfélag Reykjavíkur og Krúser áhugamannafélög, sem hafa hvort á sinn hátt sett svip sinn á mannlífið í miðborginni undanfarin ár.
Mæting á Bíldshöfða 18 kl. 20. allir bíla og blúsáhugamenn velkomnir.
Krúser – bara gaman