Heimildarmyndin Krús-blús frumsýnd
5 október, 2010 eftir bg
Föstudaginn 8 október 2010 kl. 21 verður frumsýnd heimildarmyndin Krús-blús sem Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður hefur gert. Myndin fjallar um krúsara og blúsara og það einstaka samstarf sem hefur verið á milli þessara tveggja áhugamannafélaga í tengslum við Blúshátíð í Reykjavík undanfarin tvö ár. Myndin er ekki löng, um 30 mínútur, en við hvetjum Krúsera til að láta sjá sig og skoða afraksturinn. Aðgangseyrir er þúsund kall.
Fyrir þá sem ekki vita eru Blúsfélag Reykjavíkur og Krúser áhugamannafélög, sem hafa hvort á sinn hátt sett svip sinn á mannlífið í miðborginni undanfarin ár.
Myndin verður sýnd í sal sem er fyrir ofan kaffihúsið Haiti í verbúðunum niður við höfn (Suðurbugt) á kaffihúsinu geta menn fengið sér kaffi á hagstæðu verði.
Krúserar sem ætla að mæta á bílunum safnast saman við N1 Hringbraut kl. 20.
Á fimmtudaginn er að sjálfsögðu Krúserkvöld eins og venjulega mæting á Bíldshöfða 18 kl. 20.