Vel heppnað Krúserkvöld hjá N1
26 ágúst, 2010 eftir bg
Krúserkvöldið hjá N1 sem var í kvöld heppnaðist einstaklega vel. Krúserar mættu með vel á annað hundrað glæsikerrur og mörg hundruð manns komu á Bíldshöfðann til að skoða bílana, hlusta á góða tónlist og gera góð kaup í versluninni. Við þökkum öllum sem áttu þátt í að gera þennan viðburð að veruleika; Krúserum, starfsfólki N1, Krúserbandinu, sem að þessu sinni var skipað af Halldóri Bragasyni á gítar, Jóni Ólafssyni á bassa og Ásgeiri Óskarssyni á trommum og síðast en ekki síst öllum sem heimsóttu okkur á Bíldshöfðann.
Hamborgararnir klikkuðu ekki hjá Tomma frekar en fyrri daginn og einhver hafði orð á því að þeir hlytu að vera steiktir uppúr Mobil 1.
Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu:
Krúser – bara gaman