FORNBÍLASKOÐUN 2023 KRÚSER-AÐALSKOÐUN
26 apríl, 2023 eftir ek
Fyrir þá sem eiga að mæta með fornbílinn sinn í skoðun þetta árið skal eftirfarandi upplýst:
😊
Skoðunartímabilið hefst frá og með 15. maí til og með 16. júní.
😊
Meðlimum KRÚSER er því heimilt að fara á hvaða skoðunarstöð AÐALSKOÐUNAR sem er, alla virka daga og á hvaða tíma dagsins sem er á þessu tímabili 15/5 – 16/6.
Heimasíða AÐALSKOÐUNAR segir nánar til um opnunartíma skoðunarstöðvanna.
😊
Skoðunargjald fyrir hvern fornbíl (25 ára eða eldri) verður kr. 2990.-
😊
KRÚSER meðlimir þurfa að framvísa gildu félagsskírteini með „23“ miða á, sem sýnir að viðkomandi hefur greitt félagsgjald sitt í KRÚSER.
Hvetjum alla til að hafa þetta á hreinu, til að forðast óþægindi.
😊
Ef einhverjir eiga eftir að greiða árgjaldið, þá er ekki seinna vænna en að gera það sem allra fyrst svo að þeir séu komnir með allt í hendurnar tímanlega.
😊
SUMARIÐ ER KOMIÐ😎😍😁😊🤗😀😀😀😀😀😀
😊
KRÚSER -BARA GAMAN- ALLTAF🤗🤗🤗🤗🤗🤗