Skoðunardagurinn á morgun
25 maí, 2010 eftir bg
Nú getur veðrið ekki klikkað, skoðunardagur fyrir fornbíla Krúsera verður á morgun miðvikudaginn 26. maí 2010. Skoðað er hjá Aðalskoðun Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði sjá Kort. Mæting kl. 17:00 aðeins verða skoðaðir fornbílar Krúser félaga sem eiga að mæta á þessu ári (eru með skoðunarmiða 2010). Mætið snemma því skoðun líkur í síðasta lagi kl. 20.
Skoðunargjaldið er aðeins 1900 krónur, framvísa þarf Krúser félagsskírteini með 2010 límmiða til að fá afsláttinn.
Þeir Krúser félagar sem eru nýbúnir að borga fá límmiðann sinn á staðnum.
Nýstofnuð hljómsveit Krúser bandið mætir á svæðið og spilar fyrir okkur. Þetta er í fyrsta sinn sem Krúser bandið kemur fram opinberlega, en stofnun hennar hefur farið nokkuð leynt. Grillið góða verður á sínum stað og Krúser félagar fá hamborgara og Coke meðan birgðir endast, við skoðum fyrst og grillum svo. Við ætlum að taka rúnt á eftir og vonumst til að sjá sem flesta Krúsera, líka þá sem ekki þurfa að skoða í ár.
Við minnum Krúserfélaga sem eiga eftir að borga félagsgjöld 2010 að ganga frá því sem fyrst. Eftir næstu mánaðarmót detta þeir sem ekki hafa greitt út af félagaskrá og missa um leið frábær afsláttarkjör sem Krúserfélögum einum bjóðast.
Krúser – bara gaman