17. júní 2019
14 júní, 2019 eftir ek
Krúserklúbburinn tekur þátt í hátíðarhöldum í Reykjavík vegna þjóðhátíðardagsins 17. júní eins og mörg undanfarin ár.
Nú er veðurspáin heldur betur okkur í hag….😎😎😎
Gott að nota helgina til þess að gera drossíurnar enn glæsilegri en venjulega og mæta svo galvaskir í þjóðhátíðarkeyrsluna sem aldrei fyrr.
Mæting er klukkan 11,30 á planið á móti Háskóla Reykjavíkur við Nauthólsvík.(sami staður og áður).
Brottför þaðan er síðan kl. 12,20 í lögreglufylgd.
Bílunum verður síðan stillt upp til sýningar á Tjarnarbrúnni (Skothúsvegi).
Allir að mæta og gerum þennan dag að glæsilegum sýningardegi hjá Krúser í tilefni dagsins.😀😀😀😀😀😀😀😀😀😀😎😎😎😎😎😎😎😎😎😎😎😎