Mosfellsbær 30 ára……Krúser mætir :-) :-) :-)
23 ágúst, 2017 eftir ek
Bæjarhátíðin“ Í TÚNINU HEIMA“ er þessa dagana í fullum gangi í Mosfellsbæ, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu.
Krúserklúbburinn er boðinn velkominn til þess að fagna með heimamönnum.
Fimmtudagskvöldið 24. ágúst verður rúnturinn tekinn í áttina að Mosfellsbæ og lagt af stað frá Höfðabakka kl 20.00 stundvíslega.
Ekið niður til vinstri á hringtorgi við nýju slökkvistöðina við Hlíðartún. Þar getum við þjappað bílalestinni saman og tekið rúnt um bæjarfélagið og bílunum raðað upp til sýningar við Háholt í Mos.
Viðburðurinn hefur verið auglýstur í bæjarblaðinu.
Óskum eftir því að félagarnir bregðist vel við og mæti hressilega og njóti kvöldsins. 🙂 🙂 🙂
Krúser…ALLTAF…gaman…ALLTAF í stuði 🙂