Það er að koma sumar :)
21 apríl, 2010 eftir bg
Það er kominn ferðahugur í ferðanefndina, sem er búin að skipuleggja ferð í gömlu herstöðina á Miðnesheiði á sumardaginn fyrsta.
Þeir sem eru með bílinn í geymslu uppi í sveit eða grafinn undir jólaskrautinu í bílskúrnum mæta bara á Bíldshöfðann í staðinn, enda fimmtudagur og húsið opnar kl. 20.
Innheimta félagsgjalda gengur vel og Krúserar sem voru búnir að greiða félagsgjöldin um helgina eiga von á glaðningi í póstinum.
Þeir sem ætla að nýta sér skoðunardaginn, sem verður fyrstu vikuna í maí ættu því að ganga frá greiðslu, því þar þarf að framvísa félagsskírteini með 2010 límmiðanum.
Við reynum að senda annan skammt á mánudaginn, en þá verða menn að borga á föstudaginn í síðasta lagi.
Nokkrar myndir úr ferðinni: