Stórsýning Valda-koppasala á hjólkoppasafni sínu :-)
25 apríl, 2016 eftir ek
„VALDI.. Í.. ESSSSSSINU.. SÍNU“
Einstakt tækifæri til að skoða stórmerkilegt hjólkoppasafn Valda. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið undanfarið og er búið að koma fyrir ca 200 flottustu koppunum úr safninu í húsakynnum Krúser-klúbbsins að Höfðabakka 9.
Sýningin verður opin næstu tvö fimmtudagskvöld: 28. apr. og 5. maí. Húsið opnar kl 19.00 bæði kvöldin og verður opið til kl. 23.00.
Valdi mun taka á móti gestum og flytja ávarp af tilefninu, ásamt því að velja tónlist sem honum finnst vera við hæfi þessi kvöld og tengjast liðinni tíð eins og kopparnir.
Þetta lofar góðu 🙂 🙂
POOL-MÓT verður haldið laugardaginn 30. apr nk. á sama stað. og hefst það kl 13.00. Ennþá er hægt að skrá sig til leiks og verður að gera það á staðnum og síðast séns er fimmtudagskv. 28 apr.
Þennan sama laugardag er aðvitað tilvalið að skoða Koppasýningu Valda, og þá verður opið frá kl.13.00 á meðan POOL-mótið stendur yfir.
Pool-móts stjóri er Gunnar Ævarsson.
Krúser..BARA..gaman..ALLTAF… 🙂
ALLIR Í ESSINU SÍNU…ALLTAF 🙂