Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica á morgun 30. mars
29 mars, 2010 eftir bg
Krúserar sem keyrðu á laugardaginn fá boðsmiða á tónleikana 30. mars með því skilyrði að mæta í Blúsbrothers gallanum. Þeir Blúsbræður sem ætla að mæta á glæsivagninum mæta í Krúser kl 18:00 þaðan förum við á veitingastaðinn VOX á Hotel Nordica (verðum þar kl. 18:30) og fáum okkur Krúserhammara á 1000 kall. Þeir Blúsbræður sem ekki verða á bíl geta fengið far frá Krúser eða mætt beint í VOX.
Aðrir Krúserar eiga þess kost að kaupa miða á þessa tónleika við innganginn á Kr. 2000 (venjulega 3900) gegn framvísun Krúser félagsskírteinis, meðan húsrými leyfir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Það verður umfjöllun um Blúshátíð í Kastljósi í kvöld, ekki missa af því.
Stjarna tónleikanna verður Deitra Farr , þessi stórkostlega blússöngkona frá Chicago tryllir gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Deitra er ekta blússöngkona og syngur blús eins og hann gerist bestur. Á tónleikunum kemur einnig fram Nordic All Stars Blues Band með nýrri áhöfn skipaðri úrvali norrænna blúsmanna.
Svein Ole Fjelde Vocal
Oddvar Solheim Guitar
Arnt Ove Kvernenes Harmonica
Gummi Petursson Guitar/Vocal
Thorleifur Davidsson Harmonica,/Vocal
Birgir Baldursson Drums
Kris Palais Bass
Meira á www.blues.is
Krúser – Bara gaman