Nú hlustum við á blúsinn beint í æð í Krúserhöllinni :-)
16 mars, 2016 eftir ek
Við tökum forskot á Blúshátíðina sem framundan er, fimmtudagskvöldið 17. mars.
Þá mætir í Krúserheimilið Halldór Bragason blúsmeistari ásamt fleirum tónlistarmönnum, til þess að hita upp fyrir laugardaginn 19. mars.
Það er dagurinn sem Blúshátíðin er formlega sett. Og Blúshátíðin er einmitt augnablikið sem við í Krúser bíðum allan veturinn eftir að renni upp….því að þá tökum við drossíurnar okkar út úr skúrum og geymslum og þeysum niður í bæ (Skólavörðustíg) til þess að taka þátt í setningunni Blúshátíðar og segjum “ nú er vorið komið „.
Það er í okkar huga alveg klárt að þessi „blús og krús“ skemmtun gerir mannlífið skemmtilegra…..þvi að þá er boðið uppá lifandi tónlistarflutning niður allan Skólavörðustíginn………það verður varla betra.
Þeir Krúserar sem eiga eftir að skrá sig til akstur 19.3 þurfa að klára það þennan fimmtudag (17.3)
Laugardagur 19.3 : Mæting í félagsheimili Krúser kl. 12-12,30.
Brottför þaðan verður ekki síðar en kl. 13.00.
Muna eftir Blúsbræðradressinu, gleraugunum og höttunum.
Mæta svo allir sem vettlingum geta valdið…og endilega að taka með sér gesti.
Húsið opnar ekki seinna en kl 20.00
Tónleikar hefjast 8,30
Krúser-BARA gaman 🙂
Blús-Krús ennþá meira gaman 🙂
ALLTAF GAMAN 🙂
TAKK TAKK BLÚSFÉLAG REYKJAVIKUR 🙂