Blúsrúnturinn 27 mars
23 mars, 2010 eftir bg
Planið er ekki alveg fullmótað, en við munum keyra á sekúndunni 13:00 frá Krúser aka þaðan á bensínstöð N1 við Hringbraut, þaðan gömlu Hringbrautina, Barónstíg, Laugaveg, Lækjargötu, Skothúsveg og Tjarnargötu og fara síðan inn í bílakjallarann undir Ráðhúsinu, en hátíðin verður sett í Ráðhúsinu. Svo líkur þessu um 15:30 með stuttum rúnti um miðbæinn.
Það komast aðeins um 30 bílar í það pláss sem við höfum í Ráðhúsinu, þannig að nú fer hver að verða síðastur að skrá sig. Ef fleiri koma verða þeir bara að fara áfram á rúntinn eða finna annað pláss til að leggja.
-
Krusertilboð á Vox 30.3 Kruserhammari á 1000 kr
-
Fyrir krúsera sem mæta með blúshatt og blúsaugun
-
-
Boðsmiði fyrir þá sem keyra 27.3 á tónleikana 30.3
-
Veðurspá er góð fyrir 27.3
Svo er náttúrulega fimmtudagur á morgun og þá hittumst við á Bíldshöfðanum kl. 20 og förum yfir málið…
Krúser – bara gaman