Aðalfundurinn
27 febrúar, 2010 eftir bg
Stjórn Krúser var endurkjörin aðalfundi sem var haldinn í morgun. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf. Samþykkt var að félagsgjöld 2010 yrðu hækkuð í 2500 krónur. Hækkunin er nauðsynleg til að mæta kostnaði við innheimtu félagsgjalda, en framvegis verður innheimta þeirra í höndum banka og félögum sendir gíróseðlar. Hækkunin var samþykkt einróma á fundinum, enda eru allflestir Krúserfélagar nú þegar búnir að ná til baka 2500 kallinum með því að nýta afsláttarkjör sem þeim bjóðast.
Kosin var ferðanefnd, hana skipa Kristinn Sigurðsson og Björn Magnússon. Félagar sem hafa hugmyndir að skemmtilegum ferðum og rúntum er bent á að snúa sér til ferðanefndar.
Þrátt fyrir snjókomu og leiðindi undanfarna daga eru Krúserar farnir að huga að sumrinu og ætla að starta því snemma eins og í fyrra. Fyrsti formlegi rúntur ársins verður laugardaginn 27. mars en þá ætlum við að ræsa blúsvagna okkar og taka þátt í setningu Blúshátíðar í Reykjavík nánar á http://www.blues.is/ og meira síðar…
Krúser bara gaman 🙂