Flott Krúser-dagskrá 19. des….stútfullur pakki………. :-) :-) :-)
18 desember, 2013 eftir ek
Alltaf nóg um að vera á Krúser-kvöldum eins og sjá má á eftirfarandi dagskrá fyrir fimmtudagskvöldið 19. des.
Stórskáldin Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson mæta og lesa upp úr bókum sínum…..það má enginn missa af því. 🙂 🙂
Þá er búið að „afhjólkoppa“ ljósmyndavegginn eftir koppasýningu Valda , (takk Valdi þetta var frábært) . 🙂 🙂
Ásmundur Jónsson hefur fengið vegginn til umráða og er búinn að setja upp sitt myndasett. Þar má m.a. sjá myndir frá bílasýningu Krúser 2008 í Holtagörðum, sem er án efa ein flottasta sýning sem hér hefur verið sett upp.
🙂 🙂
Guðfinnur Eiríksson mun stjórna myndflæði með myndum sem hann tók á Turkey Run bílasýningunni sem haldin er á Daytona á Florida og var í síðasta mánuði. Þetta er nú eitthvað til þess að æra óstöðugan. 🙂 🙂
Enn einn Krúser-viðburður er þetta kvöld og fer hann fram í veitingahúsinu Rubin, sem er í Öskjuhlíðinni. Þar munu Vinir Dóra spila jólablús eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast kl 21. Vinir Dóra eru: Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Ásgeir Óskarsson og Jón Ólafsson. ( Þetta er nú nánast Krúser-bandið ) 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂
Miðaverð kr 2500.- en 1500.- fyrir Krúsermeðlimi gegn framvísun á félagsskírteini. Rétt er að taka fram að það er full ástæða til þess að mæta snemma, hvort sem farið er á Höfðabakkann eða á Rubin. Sjá nánar á www.blues.is
Krúser ALLTAF gaman…. Krúserar ALLTAF að hagnast 🙂 🙂 🙂