Egill Vilhjálmsson hf…………..ALLT Á SAMA STAÐ……
7 nóvember, 2013 eftir ek
Á þessu ári eru liðin 120 ár frá fæðingu athafnamannsins og brautryðjandans Egils Vilhjálmssonar.
Félagar Krúserklúbbsins munu minnast þessara tímamóta með veglegri sýningu á munum og myndum úr lífi og starfi Egils og fjölskyldu hans.
Egill Vilhjálmsson kom víða við á sínum tíma, var m.a. einn af stofnendum Bifreiðastöðvar Reykjavíkur (BSR) ásamt því að setja á laggirnar stórfyrirtækið Egil Vilhjálmsson hf, og var slagorð fyrirtækisins „ALLT Á SAMA STAГ sem segir allt um þá þjónustu sem var í boði fyrir bíleigendur….menn þurftu ekki að fara annað. Fyrir utan bílasmíði, klæðningar, málningarverkstæði ofl var fyrirtækið kannski þekktast fyrir „Willys jeppann“ sem EV hafði umboð fyrir.
Skemmtilegar ljósmyndir eru komnar á „myndavegginn“ þær elstu frá því í byrjun síðustu aldar, og skápar sem hafa að geyma ýmsa merkilega muni úr lífi Egils hafa verið settir upp .
Til sýnis verður gamall Willys frá 1946 og Studebaker Erskin frá 1928 sem Egill átti nýjan og er nú í eigu nafna hans og afabarns, Egils Matthíassonar.
Sýningin er opin á fimmtudagskvöldum frá kl 20 – 23 út nóvembermánuð.
Krúser…BARA gaman…. Krúser BARA Brús Willys… 🙂 🙂 🙂