Ljósanótt á laugardaginn
1 september, 2009 eftir bg
Brottför verður frá Bíldshöfðanum kl 13:00 stundvíslega. Þeir sem vilja geta bæst í hópinn við N1 á Lækjargötu í Hafnarfirði.
Raðað upp á planinu fyrir utan 88 í Keflavík, eins og undanfarin ár.
Lagt af stað niður Hafnargötuna í Keflavík kl 15:00
Svo minnum við á félagsgjöldin, núna á fimmtudaginn er LANG síðasti séns til að borga.
Allt um hvernig hægt er að borga
Þeir sem borga ekki núna missa afsláttarkjör sem Krúserum standa til boða til dæmis:
- Vel á annan tug króna afslátt af eldsneytislítranum hjá N1
- 10 – 30 % afslátt af vara- og aukahlutum í varahlutaverslun N1
- Ábyrgðartrygging hjá VÍS af fyrstu tveimur fornbílum Krúsera kostar rúm 11000 ef þú átt fleiri borgarðu enga ábyrgðartryggingu af þeim
- Fáránleg skoðunargjöld af fornbílum hjá Aðalskoðun og góður afsláttur af heimilisbílunum
Svo er fundur á fimmtudaginn kl. 20 eins og venjulega í Krúserhöllinni Bíldshöfða 18 og rúntur á eftir ef veður leyfir.
Krúser – Bara gaman og ekkert væl
P.S. Ókeypis kreppuráð, notið afsláttarkjörin!